UM DILL

DILL var stofnað árið 2009 og hefur síðan þá haft það markmið að færa öllum sínum gestum einstaka og eftirminnilega upplifun.

DILL er staðsett í upprunalegri hlöðu samtengdri við Hverfisgötu 12, en hefur sérinngang frá Ingólfsstræti.

Yfirkokkurinn Kári Þorsteinsson er með drífandi ástríðu fyrir matargerð og nýtur sín best í samveru góðra vina og fjölskyldu yfir góðum mat og drykk.

Kári ýtir sér og sínu liði á DILL áfram í leit að hráefnum sem bæði finnast villt um landið, sem og hráefni sem ræktuð eru í hinum norðurlöndunum.

Hráefnin eru notuð á hápunkti bragðs og er einblínt á að vinna með náttúruleg brögð auk þess að vinna hráefnin eftir aðferðum forfeðra okkar, þ.e. söltuð, þurrkuð, reykt, sýrð eða gerjuð.

Í febrúar 2017 var DILL veitt fyrsta Michelin stjarna Íslands.